Ostaköku & Brauðtertukeppni

Undirbúiningur fyrir Ostaköku og Brauðtertukeppnina 2025 er í fullum gangi

Velkomin á heimasíðu Ostaköku- og Brauðtertukeppninnar!

Árleg keppni þar sem kökumeistarar víðs vegar af landinu koma saman til að sýna hæfileika sína í bakstri – hvort sem það eru dásamlegar ostakökur eða hugmyndaríkar brauðtertur. Hér mætast ástríða, skapandi matargerð og gleði við góðar samverustundir.

Um keppnina

Ostaköku- og Brauðtertukeppnin er haldin árlega í hjarta Selfoss í samstarfi Kaffi Krús og Konungskaffi. Keppendur skrá sig, baka kökuna sína heima og mæta með hana á keppnisstað þar sem fimm manna dómnefnd smakkar og velur vinningskökurnar. Sigurverkar kökurnar fá að rata tímabundið inn á matseðla Kaffi Krús og Konungskaffi.

Tveir keppnisflokkar – tvö tækifæri til sigurs!

Ostakökukeppni – fyrir alla sem elska mjúka og djúsí ostakökur, með eða án skrauts.

Brauðtertukeppni – klassískar brauðtertur með skemmtilegum tvisti, hvítar eða litskrúðugar, mildar eða kryddaðar.

Hvernig keppnin fer fram?

  1. Skráning: Keppendur skrá sig hér á síðunni.
  2. Baka heima: Keppendur útbúa kökuna eða tertuna sína.
  3. Mæta með kökuna: Keppniskökurnar eru afhentar á keppnisstað fyrir smökkun.
  4. Smökkun og dómur: Dómnefnd velur bestu kökurnar út frá bragði, útliti og frumleika.
  5. Úrslit kynnt: Vinningshafar fá verðlaun og kökurnar fara í sölu á kaffihúsunum!

Fyrri sigurvegarar

Sigurvegarar 2024
Ostakaka ársins: Anna Margrét Magnúsdóttir

Brauðterta ársins: Jessica Thomasdóttir – „Brauðterta með skinku, ananas og sriracha sósu“

„Sterk og frumleg blanda með fallegu útliti – hreint út sagt góðgæti!“ – Dómnefndin 2024

Taktu þátt!

Ertu með bestu ostakökuna eða frumlegustu brauðtertuna í landinu?
Skráðu þig og sýndu hvað þú kannt! Keppnin er fyrir alla – bæði bakstursnörda og áhugamenn.